Nikótínpúðar
Upplýsingar og varúðarreglur
1. Nikótínpúðinn er settur undir efri vörina og hafður þar í u.þ.b. 30-40 mínútur. Óhætt er að hreyfa púðann öðru hverju. Ráðlagður skammtur fer eftir stærð og styrk púðans. Ekki er ráðlagt að nota meira en 100 mg af nikótíni á dag. Varan skal geymd þar sem börn ná ekki til og er neysla á henni hjá fólki undir 18 ára aldri bönnuð.
2. Einstaklingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota nikótínpúða. Þeir einstaklingar sem ekki neyta nikótíns (reykja ekki eða veipa, og nota ekki neftóbak, munntóbak, nikótíntyggjó eða aðrar nikótínvörur) eiga ekki að nota nikótínpúða.
3. Ekki má nota nikótínpúða ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum púðanna. Ekki nota nikótínpúða ef þú ert með alvarlegan hjartasjúkdóm eða ef þú hefur nýlega (innan 3 mánaða) fengið hjartaáfall eða hjartaslag. Leitaðu ráða hjá lækni áður en nikótín er notað ef þú ert með hjarta-eða blóðrásarsjúkdóm, ómeðhöndlaðan háþrýsting, alvarlegan lifrarsjúkdóm, alvarlegan nýrnasjúkdóm, magasár, ofvirkan skjaldkirtil, æxli á nýrnahettu (krómfíklaæxli), sykursýki, eða ef þú notar insúlínlyf af öðrum ástæðum. Ráðlagt er að hætta nikótínneyslu á meðgöngu, þar sem slík notkun getur haft neikvæð áhrif á fósturvöxt. Hún getur einnig valdið fæðingu fyrir tímann og jafnvel andvana fæðingu. Forðast skal notkun nikótíns samhliða brjóstagjöf, þar sem nikótín finnst í brjóstamjólk og getur haft skaðleg áhrif á barnið.
4. Mikil notkun nikótínpúða getur haft skaðleg áhrif á slímhúð í munnholi. Nikótín getur haft áhrif á æðakerfi líkamans, aukið hjartslátt og hækkað blóðþrýsting. Einstaklingar með hjartavandamál ættu ekki að nota nikótín.
5. Nikótín er mjög ávanabindandi og ættu því einstaklingar sem ekki hafa notað nikótín áður að forðast það að hefja notkun þess. Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna getur valdið alvarlegri eitrun hjá litlum börnum og jafnvel reynst banvæn. Því er nauðsynlegt að geyma nikótínpúða ávallt þar sem börn ná ekki til. Eitrunaráhrif geta komið fram við ofneyslu eða inntöku nikótínpúða. Meðal eitrunareinkenna eru svimi, ógleði og uppköst. Ef grunur leikur á nikótíneitrun skal leita á bráðamóttöku strax.
6. Luna Corporate framleiðir 77, Björn og Maveric Snus. Allar fyrirspurnir og kvartanir er hægt að senda á contact@lunacorporate.com. Svens ehf flytur inn 77, Björn og Maveric SNUS. Reykjavík Snusverksmiðja ehf flytur inn 77, Björn og Marveric snus.